| | |

Fjögur verkefni vinna til verðlauna í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða

Dómnefnd Í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða hefur ákveðið hvaða fjórar viðskiptaáætlanir eru í efstu sætum keppninnar og hljóta verðlaun.

Við mat á viðskiptaáætlunum var m.a. skoðað nýnæmi, áhætta og jafnfram var tekið mið af uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum.

Þau verkefni sem voru í fyrstu fjórum sætunum eru:

  • Icelandic Fish Export sem er að hanna rekjanleikalausnir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki.
  • Víur – ræktunarfélag fóðurskordýra sem stefnir á framleiðslu skordýraproteins.
  • Bíldalía er margmiðlunarverkefni sem samanstendur af hönnun og kynningu á ævintýralandinu Bildalian á veraldarvefnum.
  • Gullsteinn sem er að þróa vörulínu af lífrænum þara í formi fæðubótarefnis.

Ekki hefur verið upplýst um í hvaða sæti verkefnin raðast, en það verður tilkynnt á sérstakri verðlaunaafhendingu nk. föstudag.

Alls er verðlaunafé 14milljónir króna og skiptast þannig að 5milljónir eru fyrir fyrsta sæti, 4 milljónir eru fyrir annað sæti, 3 milljónir fyrir þriðja sæti og 2 milljónir fyrir fjórða sæti.

Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu hennar nyskopunarkeppni.atvest.is.

Nýsköpunarkeppni Vestfjarða

Alls bárust þrettán viðskiptaáætlanir í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða, en umsóknarfrestur rann út 10.desember sl.
 
Nýsköpunarkeppni Vestfjarða 2013 er haldin af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Fjórðungssambandi Vestfirðinga í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og FabLab á Ísafirði.
 
Keppnin er hluti af sóknaráætlun Vestfjarða og er fjármögnuð með framlagi ríkisstjórnarinnar til sóknaráætlunar landshlutanna fyrir 2013.
 
Keppninni er ætlað að styðja við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir og styðja frumkvöðla til framkvæmda með fjárframlagi og faglegri ráðgjöf. Þessar hugmyndir eiga svo að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Endanlegt markmið keppninnar er að styðja fjögur verkefni með fjárframlagi sem yrði til þess að skapa ný störf.
 
Margar áhugaverðar viðskiptaáætlanir voru sendar inn í keppnina víðast hvar af Vestfjörðum og snerta þær margar ólíkar atvinnugreinar á Vestfjörðum.
 
Sjö manna dómnefnd vinnur nú úr niðurstöðunum og verða úrslit úr keppninni tilkynnt í janúar. Veitt verða peningaverðlaun fyrir fjórar bestu viðskiptaáætlanirnar. Veitt verða samtals 14 milljónir í verðlaunafé og skiptast þær þannig að í fyrstu verðlaun eru 5.000.000, í önnur verðlaun eru 4.000.000, í þriðju verðlaun eru 3.000.000 og loks 2.000.000 í fjórðu verðlaun.
 
Því til viðbótar verður veitt sérfræðivinna frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða allt að 150 klst. á hvert verkefni yfir næstu 2-3 ár.
 
Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu keppninar

Ferðaþjónusta

Gistináttatölur 2012

Stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestfjarða 2010-2015

Niðurstöur könnunar sem gerð var meðal farþega í Breiðafjarðarferjunni Baldri sumarið 2004 

Niðustöður könnunar sem gerð var meðal ferðamanna á Vestfjörðum 2003 

Niðustöður könnunar sem gerð var meðal ferðamanna á Vestfjörðum 2000 

Úttekt á stöðu og möguleikum í ferðaþjónustu í Reykhólahreppi 1999

Könnun meðal ferðamanna á Vestfjörðum sumarið 2008

Könnun meðal ferðamanna á Vestfjörðum sumarið 2009

Könnun meðal ferðamanna á Vestfjörðum sumarið 2010

Ókeypis námskeið í þjónustu fyrir ferðaþjónustuaðila

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður ferðaþjónustuaðilum á Vestfjörðum að taka þátt í stuttu og hnitmiðuðu námskeiði Í þjónustu og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Kennt verður næstu tvo föstudaga, eða þann 1. og 8. nóvember frá kl 9-12.

 

Námskeiðið er kennt þar sem Fræðslumiðstöð hefur fjarfundabúnað en það er á Ísafirði, Hólmavík, Patreksfirði og Bíldudal. Einnig er búnaður á Tálknafirði og Reykhólum sem mögulega fæst aðgangur að.

 

Við erum hér fyrir þig er 10 kennslustunda þjónustunám og er ætluð starfsfólki í þjónustustörfum af ýmsum toga.

 

Markmið námskeiðins Við erum hér fyrir þig eru:
-Að svara kalli atvinnulífsins um stutt, hnitmiðað þjónustunámskeið fyrir starfsfólk sem á í samskiptum við innri og ytri viðskiptavini.
-Að efla almenna, faglega og persónulega færni þátttakenda til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni innan þjónustufyrirtækja.
-Að auka færni þátttakenda í þjónustustörfum svo sem þjónustuvitund, vöruþekkingu og verkkunnáttu.
-Að gera þátttakendur betur í stakk búna til að takast á við aðstæður sem geta komið upp, svo sem erfiða viðskiptavini.
-Að kynna þátttakendum helstu staðreyndir og upplýsingaveitur um sitt nærumhverfi.
Kennari er Ingibjörg Ingadóttir


 

Námsskráin skiptist í eftirtalda þætti:

Námsþættir  Kennsl.st
Þjónusta  5
Erfiðir einstaklingar 2
Hreinlæti og klæðaburður 1
Nærumhverfi  1
Vinnustaðurinn 1
Alls 10

 


Nánari upplýsingar og skráning er hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456 5025.