| | |

Prófanir á jarðhita á Reykhólum

Holan við sundlaugina er afar aflmikil
Holan við sundlaugina er afar aflmikil
1 af 2

Vikuna 13.-16. febrúar hafa staðið yfir á Reykhólum mælingar á heitavatnsholum. ISOR mætti með rannsóknastöð í sendibíl og höfðu krakkarnir ómældan áhuga á að kíkja inn og velta fyrir sér tölvubúnaði og línuritum. Sigurður Garðar Kristjánsson fór fyrir flokknum. Móttökuliðið var ekki lakara; starfsmenn Orkubúsins stóðu vaktina dyggilega með þeim, þar á meðal Guðmundur á Grund. Í vikunni áður höfðu suðumenn í nógu að snúast (Ingimundur, frá OV) við að sjóða fyrir göt á leiðslum, endurnýja lagnir undir gatnamótum (Brynjólfur Smárason) hækka borholuhús og festa stúta á holutoppa.

Konur í öllum landshlutum!

Fyrir frumkvöðlakonur 2017

Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna
árið 2017 lausa til umsóknar. Heildarfjárhæð styrkja nú eru kr. 35.000.000. Hámarksstyrkur
er kr. 4.000.000. Ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 600.000. Skilyrði fyrir veitingu styrks er að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:

• Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu.
• Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
• Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar.
• Viðskiptahugmynd sé vel útfærð.
• Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar (600.000), til markaðssetningar og gerðar
   markaðsáætlunar, vöruþróunar, hönnunar og efniskostnaðar.
• Ennfremur geta konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og hafa hug á því að stofna
   fyrirtæki á næstunni eða hafa stofnað fyrirtæki en ekki hafið rekstur, sótt um styrk til að koma
   henni í framkvæmd.

Umsóknarfrestur er frá 20.janúar til og með 20.febrúar og skal sækja um rafrænt á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is Umsóknarferlið er breytt. Búið til aðgang að síðunni http://umsoknir.atvinnumalkvenna.is/user/login til að geta hafið umsóknarvinnuna. Á heimasíðu verkefnisins má finna nánari upplýsingar um reglur og skilyrði sem þarf að uppfylla auk þess sem starfsmaður gefur nánari upplýsingar.

asdis.gudmundsdottir@vmst.is

 

Örnámskeið um gerð styrkumsókna

Haldin verða nokkur námskeið í gerð styrkumsókna, en á miðnætti mánudagsins 9. janúar rennur út umsóknarfrestur í Uppbyggingasjóð Vestfjarða

Þeir Skúli Gautason menningarfulltrúi Fjórðungssambands Vestfirðinga og Valgeir Ægir Ingólfsson atvinnumálafulltrúi, halda örstutt námskeið í gerð umsókna og bjóða upp á viðtöl í kjölfarið

Námskeiði verður á eftirtöldum stöðum:

Birkimelur                     3. janúar kl 14:00

Skor Patreksfirði            3. janúar kl 17:00

Skrímslasetrið Bíldudal    3. janúar kl 20:30

Hópið Tálknafirði             4. janúar kl 12:00

Bókasafnið Reykhólum    4. janúar kl 17:00

 

Þekkingarsetrið, Vestrahúsinu Ísafirði    5. janúar kl:14:00

Magnea Garðarsdóttir starfsmaður Atvest mun halda námskeiðið á Ísafirði

 

Vonum að sem flestir nýta sér þessi námskeið, en þau eru ókeypis og öllum opin.

Visthæfar samgöngur kynntar 29. nóv

Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 13:00 – 15:45  verður haldinn opinn fundur um orkuskipti og visthæfar samgöngur. Fundurinn verður haldinn í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði. Fundinum verður varpað út í fjarfundi til Hnyðju á Hólmavík og Skorar á Patreksfirði.Þau sem flytja erindi eru:

  • Anna Margrét Kornelíusdóttir, NýOrku  - Stefnumótun Íslenskra stjórnvalda -Rafvæðing bílaflotans.
  • Erla Björk Þorgeirsdóttir, Orkustofnun –Raforkumál á Vestfjörðum.
  • Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuseturi á Akureyri – Orkuskipti
  • Lína Björg Tryggvadóttir Fjórðungssambandi Vestfj.– Orkunotkun og tenging við verkefnið Umhverfisvottun Vestfjarða

Dagskrá hefur þó ekki verið klöppuð í stein og gæti því breyst,. Endanleg dagskrá verður send út  um miðja næstu viku. Þessi fundur er haldinn til þess að kynna leiðir sem bjóðast til að breyta úr bensínbílum yfir í rafbíla. Fyrir þá sem hyggjast mæta á fundinn á Ísafirði væri gott að láta Magneu hjá ATVEST vita.